Valgeir Sigurðsson, fyrrum veitingamaður í Cockpit-Inn í Luxemborg og síðar framleiðandi Svarta dauða í líkkistu í brennivínsformi, hefur hafið innflutning á litlum þriggja hjóla rafmagnstækjum með burðargetu líkt og Íslendingar hafa séð í fréttamyndum frá Asíu.
Valgeir var að taka á móti heilum gámi frá Kína og síðan er allt skrúfað saman á Siglufirði og sent og selt út og suður.
Bændur eru hrifnir af tækinu og þá ekki síst garðyrkjubændur sem skottast geta á faratækinu um akrana og ekið uppskerunni heim.
“Ég er búinn að selja nokkra tugi af þessu og á eftir að selja meira,” segir Valgeir Sigurðsson athafnamaður á Siglufirði.