Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

FRÖNSK KYNTÁKN

$
0
0

Úr frönskudeildinni:

Væntingarnar sem bundnar voru við Emmanuel Macron þegar hann var kjörinn forseti Frakklands voru miklar. Margir álitu hann undrabarn enda átti hann eiginkonu sem líkti honum við Mozart þeggqar hún féll fyrir honum barnungum. Hún var þá fertug, gift, þriggja barna móðir og hann á 16. ári.

Ekkert fékk stíað þeim í sundur. Hún skildi við eiginmann sinn og þegar Macron hafði aldur til gengu þau í hjónaband.

Brigitte Macron er álitin mikill áhrifavaldur í lífi Emmanuels enda hefur hann reynt allt hvað hann getur að fá hana á launaskrá hjá ríkinu um leið og hann berst gegn ætthygli í embættismannakerfinu enda slíkur nepotismi illa séður í ríkjum sem vilja líta út fyrir að vera komin á ákveðið lýðræðislegt þroskastig.

Emmanuel Macron hlaut menntun sína í skólum yfirstéttarinnar í París en flestir þeir sem gegnt hafa háum opinberum embættum hafa útskrifast úr Ecole National D’Administration. Síðan hlaut hann frama í bankakerfinu og vann undir verndarvæng Rotchild í samnefndum fjárfestingarbanka í París. Með slíkan bakhjarl var ekki erfitt að komast áfram í pólitík.

Þegar Macron gekk aleinn yfir torgið fyrir framan Louvre við embættistökuna undir óðnum til gleðinnar eftir Bethoven fengu margir gæsahúð yfir þessum einstaka snillingi sem þarna var kominn á eigin vélarafli. En jafnvel þótt kjósendur séu bláeygir og barnalegir margir hverjir hafa vinsældir Macron hrunið á örfáum mánuðum. Eftir standa umbúðirnar hannaðar af auglýsningasmiðum enda komið á daginn að Macron hefur eytt meiru í andlitsförðun en nokkur forvera hans eða sem nemur 26 þúsund evrum (tæplega 3,5 milljón ísl. kr.) á síðastliðnum þremur mánuðum.

Á sama tíma og fréttir bárust af augnskuggum, baugahyljurum og varaglossum forsetans féll í valinn Mireille nokkur Darc á 80. aldursári en hún var þekkt kyntákn á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Hún var lengi sambýliskona franska stórleikarans Alain Delon en hann yfirgaf hana þegar fór að bóla á veikindum hennar á 9. áratugnum. Þegar Mireille dó hinn 28. ágúst sl. birtust af henni myndir í frönsku pressunni, oft með Alain Delon, og vekur það nú athygli hve lík Macron-hjónin eru þessa fræga leikarapari. Hugsanlega ekki tilviljun frekar en andlitsfarðinn og Rotchild-auðurinn sem að baki glansmyndinni sem átti að sigra Frakkland.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053