Hvernig getur skuggi af einu tré varpað svo miklu myrkri yfir samskipti fólks að það brjálast?
Hátíðarfrumsýning var á kvikmyndinni Undir Trénu í Háskólabíói í gærkvöldi og héldu flestir gestir að þeir væru að fara að horfa á enn einn íslenska farsann á hvíta tjaldinu með Eddu Björgvins og Sigga Sigurjóns í aðalhlutverkum. En það fór á annan veg:
Gestirnir gengu svo til stjarfir af ánægju út í haustmyrkrið að sýningu lokinni og áttu vart orð til að lýsa ánægju sinni með verk leikstjórans, Hafsteins G. Sigurðssonar, sem einnig skrifar handritið með Huldari Breiðfjörð, höfundi sögunnar sem allt byggist á.
Edda Björgvins er eiginlega ekki sjálfri sér lík í myndinni. Svona hefur hún aldrei leikið áður; áhorfendum rennur eiginlega kalt vatn á milli skinns og hörunds. Siggi Sigurjóns á toppnum og Steindi jr. sýnir áður óþekkta takta. Að síkátur grínisti geti orðið svona dramatískur er með ólíkindum.
Þorsteinn Bachmann, Selma Björns og Lára Jóhanna Jónsdóttir dansa svo með í þessari sprenghlægilegu sorgarsögu sem á ekki sinn líka í íslenskri kvikmyndasögu.
Þetta er masterpiece.