Tónlistarmaðurinn ástsæli, Egill Ólafsson, hefur gefið út vinylplötu í þrjúhundruð tölusettum eintökum og kostar stykkið 10 þúsund krónur.
Enn eru til nokkur eintök en þetta er fjárfesting til framtíðar, fyrir safnara, eða eins og Egill segir sjálfur:
“Þegar ég verð dauður rýkur verðið upp.”
Tilvalin gjöf fyrir ungmenni á hátíðarstundum. Pottþéttari fjárfesting en sparimerki eða hlutabréf í Eimskip og Arion.
Á framhlið plötuumslagsins er trérista eftir Gunnlaug Scheving listmálara (8. júní 1904 – 9. september 1972) af fjallinu Strandartindi við Seyðisfjörð en þar var Gunnlaugur alinn upp.