Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason hefur verið heiðraður á kvikmyndahátíðinni í Toronto með IMDb STARmeter verðlaununum sem efnilegasti leikarinn í hlutverki sínu sem tenniskappinn Björn Borg í kvikmyndinni Borg / McEnroe.
Sverrir hefur sem kunnugt er verið búsettur í Svíþjóð frá barnsaldri þar sem foreldrar hans voru í námi og gert garðinn frægan í ýmsum hlutverkum bæði í sjónvarpi og í kvikmyndum.