Kvikmyndagoðsögnin Yul Brynner og knattspyrnuhetjan Emil Hallfreðsson eiga það sameiginlegt að hafa rakað allt hárið af hausnum þótt þeir hafi ekki verið að missa hárið.
Emil er nauðasköllóttur og allir halda að hann sé búinn að missa hárið, en svo er nú aldeilis ekki. Hann hefur ekki misst eitt hár af höfði sínu heldur rakar fagurrauðan makkann reglulega.
Hver vegna?
Honum finnst þægilegt að vera svona og það sama gilti um Yul Brynner á meðan hann var og hét.