Úr samgöngudeildinni:
—
Alger óvissa ríkir um akstur Strætó á Suðurlandi næstu mánuði. Fyrstu 8 mánuði ársins hafa fargjaldatekjur dregist saman um 17.8 milljónir miðað við sama tíma í fyrra og hefur stjórn Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi þungar áhyggjur af þessu. Hún telur að óbreyttur rekstur Strætó á Suðurlandi gangi ekki og hefur farið fram á viðræður við Vegagerðina og fjármálaráðherra vegna þessarar alvarlegu stöðu.
Á síðasta fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi kom fram að vel flest byggðarsamtök sem sjá um stætóakstur eru að glíma við gífurlegan taprekstur á verkefninu en ríkið hefur niðurgreitt verkefnið undanfarin ár en dugar ekki.