Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

KENGÚRAN ER HAMBORGARI FÓLKSINS

$
0
0

Hamborgarafabrikkan og Krónan stóðu fyrir skemmtilegri hamborgarasamkeppni í sumar sem bar heitið Hamborgari Fólksins. Eins og nafnið gefur til kynna gafst landsmönnum kostur á að láta í ljós sitt skína í eldhúsinu og áttu möguleika á að vinna til glæsilegra verðlauna.

Fjölmargar flottar uppskriftir bárust í keppnina en það var Auður Snorradóttir sem bar sigur úr býtum með borgara sem hún kallara Kengúruna.

“Nei, það er ekki kengúrukjöt í honum, mér fannst þetta bara flott nafn”, sagði Auður Snorradóttir, glöð í bragði þegar hún hafði veitt verðlaununum viðtöku í Krónunni í Lindum, en Auður hlaut að launum 100 þúsund krónu peningaverðlaun, 40 þúsund króna úttekt í Krónunni og 40 þúsund króna úttekt á Hamborgarafabrikkunni.

En aðalverðlaunin eru vissulega þau að nú gefst öllum Íslendingum færi á að smakka Kengúruna sem verður í boði á Fabrikkunni í takmarkaðan tíma. Kengúran skartar hágæðaungnautakjöti í Brioche brauði, hún er borin fram með grilluðum ananas, beikoni, papriku, rauðlauk , barbíkjúsósu, og spældu eggi.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053