Lesandi sendir póst:
—
Þó svo að Costco og HM sé komið þá er ekkert lát á því að fólk fari til annara landa annað hvort í verslunarferðir eða að leita sér lækninga.
Það land sem að fólk fer mikið til í dag er Pólland en þar er hægt að versla góðar vörur á slikk og tannlækningar mjög ódýrar.
„Ég var hálf hissa þegar að ég athugaði með verð á viðgerð á tönnunum mínum. Hér á Íslandi hefði það kostað 600.000 en ég borgaði 200.000 fyrir samskonar viðgerð í Póllandi,“ segir maður sem lét gera við tennurnar hjá sér í Póllandi.
Verslunarferðir eru algengar til Póllands hjá hópum enda verðlagið alveg ótrúlega lágt:
„Ég verslaði bol á dóttur mína í HM í Póllandi sem kostaði 400 kr en þegar ég kom til Íslands í HM rak mig í rogastans; sami bolur var á 1.200 krórnu. Þarna er alveg óeðlilega mikill munur,“ segir ung pólsk stúlka og bætir því við að verðlagið hér á Íslandi sé alveg rosalegt.