Þessi frétt birtist hér fyrir nákvæmlega tveimur árum undir fyrirsögninni: RITSTJÓRI Á NÝJUM BÍL
—
Ritstjóri Séð og Heyrt reynsluók nýjum bíl fyrr í dag en undanfarin ár hefur hann ekið um á gráum Benz í C-línunni.
Um er að ræða Ford ’64 módel, 300 hestöfl með leðursætum og einhverju lengsta húddi sem sést hefur í reykvískri umferð frá upphafi.
“Þetta er dásamlegur bíll og ekki skemmir að hann er í Séð og Heyrt litunum. Reyndar var það bílflautan sem kom mest á óvart því hún hljómar eins og þokulúður, dimm og djúp,” sagði ritstjórinn eftir reynsluaksturinn.