Borist hefur póstur:
—
Þegar ég byrjaði að vinna í Costco var mér sagt að þar væri gott að vinna en nú er ég að hugsa mér til hreyfings líkt og margir aðrir starfsmenn. Þarna er mikið álag og launin alls ekki góð. Ef við bregðum okkur á klósettið þá er yfirmaðurinn strax kominn og segir okkur að fækka klósettferðum eða drekka minna vatn áður en við mætum til vinnu. Þeir segja að við eigum engan kaffitíma og rengja okkur ef við fáum okkur kaffi eða tökum pásu. Ég myndi ekki ráðleggja neinum að fá sér vinnu þarna.