Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson rifjar upp gamla takta á samfélagsmiðlum og birtir mynd sem tekin var fyrir 45 árum:
Í október ‘72 fóru ungir menn í hljómsveitinni “Axes” til USA Kenosha Wisconsin að spila. Frá vinstri: Grímur Bjarna trommari, Jonni Ólafs bassi, Anna María Hjartardóttir og HG. Falleg minning, góðir tímar, engir gemsar, engar tölvur. Menn horfðu í augu hvers annars og töluðu saman bara svona í rólegheitum, gáfu sér tíma og gullöld brautryðjenda á tónlistarsviðinu sveif í ethernum á öllum útvarpsstöðvum. Þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa þessa tíma og ennþá eru spennandi tímar framunda og ný plata á leiðinni.