Hefurðu einhvern tíma séð lík brennt? Það hef ég séð, á Indlandi. Þeir settu þennan gamla gaur á eldinn og á næsta augnabliki munaði minnstu að ég skryppi úr skinninu, því hann fór að sparka frá sér. Þetta gerðist bara af því vöðvarnir drógust saman í hitanum – eigi að síður snarbrá mér. Jæja, hann iðaði þarna eins og þurrkuð saltsíld á glóandi kolum, og því næst blés maginn á honum út og sprakk með þvílíkum hvelli að maður hefði getað heyrt hann í fimmtíu metra fjarlægð. Þá varð ég umsvifalaust andsnúinn líkbrennslu.
Úr Í reiðuleysi í París og London eftir George Orwell (1903-1950)