Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

HEIMURINN TILHEYRIR ÖLLUM – EKKI FÁUM ÚTVÖLDUM

$
0
0

Graffiti work by an unknown artist outside of the museum.

Heimurinn tilheyrir öllum, ekki fáum útvöldum er yfirskrift samsýningar átta nemenda á meistarastigi við Listaháskóla Íslands em opnar í  Nýló í Breiðholtinu laugardaginn 28. nóvember klukkan 16.00.

Útgangspunktur sýningarinnar er sú umgjörð sem Nýlistasafnið lagði til, bæði í menningarlegu tilliti safneignar þess og sögu, sem og staðháttum og nærumhverfi safnsins í Breiðholti. Spurt er um miðju og útjaðar menningar; hvort hin virka innspýting og hreyfiafl í listsköpun sé ef til vill að finna á jaðrinum eins og í miðborginni. Er efra Breiðholtið ef til vill líka miðja eins og miðbærinn? Fyrir hverja er myndlistin og hvert sækir hún sín áhrif? Dregin hafa verið fram óþekkt höfundaverk í safneign Nýlistasafnsins til samtals við nýjan höfund, hverfið hefur verið kortlagt í gönguferðum, það sem er fyrir utan hefur verið flutt inn og rými safnsins fengið nýjan ljóma og litatón. Gólfflísarnar á aðalhæðinni sem áður hýsti víðfrægt bakarí hverfisins, kallast nú á við lífrænar teikningar, hringlaga form og skuggaleik á veggjum. Alls staðar og allt um kring svífur saga Nýló; saga hræringa og framsækinnar myndlistar á Íslandi í 37 ár.

Höfundar verka eru þau Aimee Odum, Ásgrímur Þórhallsson, Florence So-Yue, Giampaolo Algieri, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Jens Michael Muhlhoff, Mia Van Veen, Myrra Leifsdóttir og Ragna Fróðadóttir. Sýningin var unnin undir leiðsögn myndlistarmannanna Elínar Hansdóttur og Ingólfs Arnarssonar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053