Frá fréttaritara okkar í Hafnarfirði:
—
Var á Ban Kúnn í gærkvöldi, sem er að verða heitasti veitingastaðurinn í dag, enda maturinn þar hreint hnossgæti. Þar sátu saman við lítið borð tveir athyglisverðir og flottir menn, og snæddu með bestu lyst. Þeir heita Kalli Berndsen og Damon Younger, og virtust vera í einhverjum bissnessfíling.