Lífshlaup Brynhildar Georgíu Björnsson verður skáldum yrkisefni trekk í trekk.
Í jólabókaflóðinu er boðið upp á ævisögu hennar eftir sjónvarpskonuna Ragnhildi Thorlacius. Fræg er útgáfa Hallgríms Helgasonar um sama efni undir öðru nafni en upphaflega var það listamaðurinn Steingrímur TH. Sigurðsson sem skrifaði söguna um Brynhildi Georgíu árið 1983 og sú bók hét Ellefu líf – og er líklega besta útgáfan af þessari margsögðu sögu.