“Mér var hent út af e-Bay. Þetta er víst bannað,” segir Guðný Þórarinsdóttir sem setti nokkur gömul karton af Camel á uppboðsvefinn en kartonin voru úr dánarbúi manns sem lést fyrir skömmu og legið höfðu óhreyfð frá því hann hætti að reykja 1974.
Einhver áhugi var á kartonunum enda fágæt orðin en tóbakspólitík e-Bay leyfir þetta ekki eins og fram kom í ítarlegu bréfi frá uppboðsvefnum til Guðnýjar og fylgir hér með.