Eftir ítrekaðar tilraunir til að gleðja greiðendur útvarpsgjalda yfir jólin tókst Ríkisútvarpinu það með eftirminnilegum hætti á þriðja degi jóla.
Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð á fátt skylt með öðru sem framleitt hefur berið hér á landi á þessu sviði til þessa.
Hljóðið ómengað, íslenskan skiljanleg, tónlistin ekki til trafala, lýsingin ofursmart, myndatakan mögnuð og leikarnir búnir að hrista af sé sviðsskrekkinn og í fljúgandi bíóstuði.
Með Ófærð hefur Baltasar Kormákur sannað það sem hann ætlaði sér. Að sýna fram á að á Íslandi væri til nægur talent til að framleiða sjónvarpsþætti sem stæðust samanburð við það besta sem gert er í Evrópu – bara ef fjármagnið væri í höfn.
Og það tókst. Í það minnsta í fyrsta þættinum.