Friðrik Kjartansson veit hvað klukkan slær og datt niður á viðskiptahugmynd sem virkar. Hann sækir hnífa heim til fólks og skilar svo öllu flugbeittu á innan við hálftíma á höfuðborgarsvæðinu. 450 krónur stykkið (panta hér).
“Ég hef verið að vinna sem sjálfboðaliði hjá Samhjálp en er að koma mér upp verkstæði heima til ýmissa verka,” segir Friðrik sem kvartar ekki yfir afkomunni enda ekki ástæða til:
“Ég var svo heppinn að erfa tvær skuldlausar íbúðir eftir pabba minn,” segir hann.
Friðrik er laghentur og útsjónarsamur eins og sést best á hugleiðslubekkjunum sem hann hefur hannað og framleiðir. Það fer ekkert fyrir þessu og er hægt að smella upp hvenær sem hugleiðslu er þörf. Sjá myndir hér að neðan.