Pressan hefur birt tvær fréttir í dag um ólgu vegna fréttar HÉR þar sem sagði frá “ráni” dagskrárdeildar Stöðvar 2 á Kryddsíldinni á Gamlársdag sem hingað til hefur verið í höndum fréttastofu stöðvarinnar.
Í fréttinni var annar stjórnandi þáttarins, Fanney Birna Jónsdóttir, kölluð aðstoðarkona Loga Bergmanns Eiðssonar sem var hinn stjórnandi þáttarins.
Afsökunarbeiðni hefur verið send og birt á Pressunni sjá HÉR og HÉR.
Um allt þetta er aðeins eitt að segja og það er: Fyrirgefðu Fanney.