Guðmundur Árni Pétursson er ekki ánægður með Bílastæðasjóð – skiljanlega.
“Legg mínum rafmagnsbíl og set í hleðslu í stæði sem er merkt fyrir bíl sem er í hleðslu. Þegar ég tek bílinn úr hleðslu hef ég fengið sekt frá Bílastæðasjóði upp á kr. 2.500 fyrir “Visthæf skífa röng notkun”. Bílastæðasjóður er væntanlega einnig byrjaður að sekta á bensínstöðvum. Þetta er náttúrulega algjörlega fáránlegt,” segir Guðmundur Árni, illa svikinn.