Veitingahússgestir í miðbæ Reykjavíkur ráku upp stór augu þegar reikningurinn kom, því á honum var að finna vatnsglas og gaffal, auk annarra veitinga.
Reyndar var ekkert rukkað fyrir vatnsglasið eða gaffalinn, en óneitanlega kom þetta spánskt fyrir sjónir enda ekki vanalegt á íslenskum veitingahúsum að rukka fyrir vatn eða hnífapör.
Skýringin gæti verið sú að allt sem gesturinn á að fá á borðið sé sett inn í tölvuna, til að þjónninn gleymi engu.
En svo gæti þetta allt eins verið undirbúningur þess að fara að láta gestina borga fyrir það sem þeir fá. Þá gæti reikningurinn orðið nokkuð ítarlegur, ekki bara vatn og gaffall, heldur líka diskur, hnífur, munnþurrka, stóll og kveikt á kertaljósi.