Fössari, slanguryrði fyrir föstudag, var kjörið besta nýyrðið á liðnu ári. Nú er annað orð að ryðja sér til rúms: Fossari – og þýðir forsetaframbjóðandi.
—
Samkvæmt traustum heimildum er staðan þessi:
Rithöfundurinn og náttúruverndarsinninn Andri Snær Magnason hefur ákveðið að láta slag standa og bjóða sig fram. Skiptir þar ekki minnstu vís stuðningur stórstjörnunnar Bjarkar Guðmundsdóttur sem hvetur hann til dáða.
Guðrún Nordal, forstöðuumaður Árnastofnunar og dóttir Jóhannesar fyrrum seðlabankastjóra Íslands um áratugaskeið, er einnig svo gott sem klár en ákveðið mun hafa verið á fjölskyldufundi hjá Nordölunum að Guðrún skyldi fram en systir hennar, Salvör, hinkra við á hliðarlínunni þar til seinna.
Þá er rithöfundurin og Sony-forstjórinn Ólafur Jóhann Ólafsson orðinn sjóðheitur í New York þó ekki væri nema vegna stöðugs þrýstings bogaralegra afla sem sjá í honum von.