Doktor Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur fer í söguferð til Slóvakíu 22. maí til 1 júní. Farið frá austri til vesturs. Stoppað verður í borginni Martin og heilsað upp á íslenska læknanema sem þar stunda nám og skólinn heimsóttur. Einnig verður Košíce heimsótt þar sem Íslendingar stunda nám í dýralækningum.
Í Martin búa um 60 þúsund manns en borgin rekur sögu sína allt aftur til ársins 1262. Til stóð eitt sinn að gera hana að höfuðborg Slóvakíu en úr varð ekki en þar er samt þjóðminjasafn Slóvakíu. Nú er þetta höfuðstaður Íslendinga í Slóvakíu – mörg hundruð landar í læknisnámi og gengur bara vel.