Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

ÚTI ALLA NÓTTINA

$
0
0

Formlega er skíðavertíðinni í Hlíðarfjalli lokið en lyfturnar verða ræstar aftur með viðhöfn á föstudaginn kl. 15 og látnar ganga viðstöðulaust í 32 tíma eða til kl. 23 á laugardagskvöldið. Boðið verður upp á alls kyns húllumhæ í Fjallinu þegar gestir kveðja frábæran skíðavetur og fagna vorinu.

Á miðnætti föstudaginn 6. maí verður boðið upp á hamborgara frá Norðlenska ásamt léttum veitingum frá Ölgerðinni. Sólarupprás á laugardagsmorgun verður kl. 4.15 og gestir geta keypt morgunmat frá Hótel KEA í veitingasölunni frá kl. 4-8. Klukkan 23 á laugardagskvöld verður aftur slökkt á skíðalyftunum eftir 32ja tíma stanslausa skíðahátíð og skíðaveturinn kvaddur með flugeldum í Hlíðarfjalli.

Þeir sem kjósa frekar að hjóla en renna sér á skíðum geta tekið hjólhestana með sér í Fjarkann og látið vaða niður „Suðurbrautina“ svokölluðu. Þar hefur Hjólreiðafélag Akureyrar útbúið sérstaka þrautahjólabraut. Hægt verður að kaupa stakar ferðir upp með Fjarkanum eða nota vetrarpassann.

Gestir í Hlíðarfjalli verða um 70.000 þennan veturinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053