Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

VEFSÍÐA DAVÍÐS VISTUÐ Á AFLANDSEYJU

$
0
0

Fréttaskeyti úr tækniheiminum:

Vefsíða forsetaframboðs Davíðs Oddssonar – david2016.is – er ekki vistuð hjá íslensku netfyrirtæki, heldur hjá vefþjónustu Amazon á aflandseyjunni Írlandi. Þar hafa mörg stórfyrirtæki, sérstaklega amerísk, komið sér fyrir til að lækka skattgreiðslur sínar.

Vafalítið er Davíð að að spara sér útgjöldin með þessu. Vistun vefsíðu hjá t.d. 1984.is kostar 987 krónur á mánuði, eða 1.974 kr. fram að forsetakosningum. Vistun hjá Amazon Web Services á Írlandi kostar einhverjum hundraðköllum minna.

Davíð sparar sér líka útgjöldin við uppsetningu vefsíðunnar. Þar notast hann við ókeypis vefumsjónarkerfið Wix. Prýðisgott kerfi fyrir vefsíðu sem á að lifa í tvo mánuði.

Brátt verður hægt að smella á hnapp á vefsíðu Davíðs til að styrkja framboðið fjárhagslega.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053