—
Sumarvertíð ferðamanna er nú að komast í fullan gang þótt nú séu orðin lítil skil sumars og veturs í þeim bransa. Jafnframt fjölgar mjög þeim erlendu starfsmönnum sem vinna á hinum ýmsu ferðamannastöðum og vita margir hverjir lítið um Ísland sem nærri má geta.
Um helgina var útsendari síðunnar á ferð um Suðurland og kom þar að fjölmennumn ferðmannastað þar sem var margt um manninn. Einn af fáum Íslendingum sem var þar við störf tjáði útsendaranum að þennan daginn væri fólk af 9 þjóðernumn að meðtöldum Íslendingum þarna við störf. Var þar bæði um að ræða fólk frá Evrópusambandssvæðin og utan þess en þó engir frá Asíu eða Ameríku.
“Það hljóta að bætast einhverjir í hópinn frá þessum löndum áur en langt um líður,” sagði Íslendingurinn.