Verslunin Adam & Eva við Kleppsveg er að stækka um helming og segir eigandinn, Þorvaldur Steinþórsson, að nú verði þetta “megastore”.
“Þetta gengur vel og við opnun eftir viku nýjan og stóran sal inn af búðinni á Kleppsvegi. Þarna verður stóraukið úrval af nýjustu tækjum ásamt djörfum undirfatnaði frá mörgum framleiðendum. Síðan ráðumst við í heildrendurnýjun á innréttingum í eldri hlutanum.”
Adam & Eva sérhæfir sig í sölu á hjálpartækjum ástarlífsins.