Svo óvenjulega vildi til í gærkvöldi að veitingastaðurnn BanThai við Hlemm var lokaður vegna veikinda. Hefur það aldrei gerst áður í 27 ára sögu staðarins sem er einn sá vinsælasti í Reykjavík og eftirlæti heimsfrægra einstaklinga sem sótt hafa Ísland heim.
Tómas Boochang veitingamaður stendur vaktina dag hvern ásamt eiginkonu sinni sem er alltaf í eldhúsinu og skýrir það vinsældir staðarins að mestu. Reyndar er eiginkonan tælensk prinsessa en það er önnur og lengri saga.
Ekki er vitað hvort það var Tómas sjálfur eða eiginkonan sem var veik í gær – líklega konan þar sem allt veltur á henni og störfum hennar í eldhúsi staðarins.