Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

VINUR MINN BAKKUS

$
0
0

Atli Geir Grétarsson, leikmunahönnuður íslenska kvikmyndaiðnaðarins númer eitt með verk eins og Ófærð, Djúpið, Noah og Little Trip To Heaven á ferilsskránni, deilir reynslu sinni af Bakkusi og kemur þar úr annarri átt en flestir:

Nú eru þrjátíu ár síðan ég kynntist Bakkusi, en það var einmitt á 45 ára afmælisdegi Bob Dylans þar sem við náðum að “bonda” fyrir lífstíð.

Ég hafði svo sem vitað af honum í einhvern tíma og rekist á hann af og til, en það var akkúrat á þessum degi sem við klikktum saman

Ýmsir hafa á honum ímugust og vara við honum enda er hann ekki allra. Á margan hátt má segja að hann sé varhugaverður og frekur til fjörsins, það verður að umgangast hann að nærgætni og alúð, en þegar það er gert eru fáir jafn gefandi félagar og vinur minn Bakkus.

Ég fagna þessu árum og vona að samverustundir okkar megi áfram verða margar, því tryggari félaga er vart hægt að hugsa sér. Hann er alltaf til staðar þegar þú þarft á honum að halda, jafnt að nóttu sem degi, skilur þrautir þínar og örvar þig í gleðinni.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053