Kosningaskrifstofa Höllu Tómasdóttur í Hæðarsmára, rétt ofan við Smáralind, er vel skreytt í bak og fyrir, lúkkar vel og á jarðhæðinni er veitingastaðurinn Gló.
En það virðist ekki duga til.
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun er Halla aðeins með 2,2 prósent fylgi á meðan Guðni Th. er með 65,6 prósent, Davíð Oddsson með 18,1 og Andri Snær með 11 prósent.
Í dag er nákvæmleg mánuður til kosninga.