Hið opinbera er farið að reka eigin ferðaskrifstofu í einu ráðuneyta sinna eftir að reglum um farmiðakaup opinberra starfsmanna í embættiserindum var breytt.
Nú fara allar farmiðapantanir og skipulagning í gegnum það sem kallað er Rekstrarfélag stjórnarráðsins sem þannig er orðið ferðaskrifstofa. Ferðaskrifstofustjórinn í ráðuneytinu heitir Kristbjörn Þór Þorbjörnsson.
Nú spyrja eigendur annarra ferðaskrifstofa hvort ríkið þurfi ekki leyfi sem ferðaskipuleggjandi og hvers vegna ríkisvaldið útvisti ekki þessari starfsemi til þeirra aðila sem sérhæfa sig í ferðaskipulagningu fyrir bæði hópa, einstaklinga og fyrirtæki.
Forráðamenn ferðaskrifstofa hafa óskað eftir fundi við ráðamenn vegna málsins.