Fangaverðir, starfsfólk Fangelsismálastofnunnar og makar héldu kveðjuhóf í Hegningarhúsinu síðdegis.
Þótt allir gistigestir séu horfnir á braut munu fangaverðir dúsa i tómu húsinu áfram og vakta það. Að sögn vegna þess að gamlir vistmenn hafi hug á að brjótast inn og vinna þar skemmdarverk.
Mannlaust nýtt fangelsið á Hólmsheiði er einnig vaktað en þá helst vegna þess að væntanlegir vistmenn eru taldir hafa hug á að kíkja inn fyrir opnun og sækja sér þar alls konar búnað.