Leikararnir Sigurður Sigurjónsson og Viðar Eggertsson verða á Flúðum um helgina þar sem þeir fagna 40 ára útskriftarafmæli sínu úr Leiklistarskóla Íslands.
Útskriftarárgangurinn úr Leiklistarskólanum 1976 var ekki stór en hann kemur saman í sumarbústað nærri nýju sundlauginni á Flúðum og þar verður slegið upp veislu eða eins og einn úr hópnum orðaði það: “Við ætlum að detta í það.”
Veðurspáin er góð.