Veggjakroturum tókst með bíræfnum hætti að komast upp á þak á húsi Ófeigs gullsmiðs á Skólavörðustíg aðfaranótt laugardags og mála risamynd á húsgafl sem þar gnæfir yfir.
Á meðan svaf Ófeigur og eiginkona hans og urðu einskis vör.
Málið hefur verið kært til lögreglu sem tekur það alvarlega því bæði var hér um að ræða húsbrot og svo tóku veggjakrotararnir brunastiga af vegg á hóteli sem rekið er í næsta húsi og notuðu til að komast upp á þak gullsmiðsins.
Myndverkið á húsgaflinum er kyrfilega merkt höfundum og heitir Ugly Boys sem er við hæfi.