“Ég var að fara niður af gangstéttarkanti þegar framhjólið snerist og ég féll á andlitið á malbikið án þess að bera hendur fyrir mig,” segir Jón Svavar Jósefsson, baritonsöngvari og stjórnandi Karlakórs Kaffibarsins, sem er stórskaddaður á andliti eftir að hafa fallið af reiðhjóli.
Þrátt fyrir þetta stjórnaði Jón Svavar Karlakór Kaffibarsins á tónleikum fyrir utan barinn síðdegis í gær við frábærar undirtektir vegfarenda og þá ekki síst ferðamanna.