Samkvæmt heimildum er Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, að undirbúa framboð í nafni Alþýðuflokksins gamla fyrir næstu þingkosningar.
Athygli vakti að Össur lýsti yfir stuðningi við Magnús Orra Schram í nýafstöðnu formannskjöri Samfylkingarinnar en baráttumál Magnúsar Orra var að leggja Samfylkinguna niður og byrja upp á nýtt. Rímar það vel við þessar fregnir.
Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson við vinnslu fréttarinnar.