Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

KIRKJAN Í FLATEY RÆND

$
0
0

Gunnar Sveinsson í Eyjólfshúsi í Flatey getur ekki orða bundist vegna atburða sem þar urðu og eru einsdæmi:


“Sem betur fer þarf ég ekki oft að flytja svona slæmar fréttir úr Flatey en nú er þörf. Þegar vel var liðið á maí mánuð sló erlendur ferðamaður upp tjaldi sínu á tjaldsvæðinu í Flatey og var hann sá eini sem þar gisti. Morguninn eftir var hann horfinn og hefur ekkert spurðist til hans síðan. Daginn eftir komu krakkar úr Ásgarði til Magnúsar í Krákuvör og sögðu að söfnunarbaukurinn í kirkjunni hefði verið brotinn upp. Magnús skundaði þegar til kirkju og mikið rétt baukurinn var uppbrotinn, búið að fjarlægja alla seðla úr bauknum og við nánari eftirgrennslan hafði þessi sami ferðalangur dvalið næturlangt í kirkjunni. Farið hafði verið upp á kirkjuloftið, ábreiðunni svipt af kirkjuorgelinu, opnuð hurð inn í klukknaportið, fótspor í gluggakistu eftir hinn óboðna næturgest er hann reyndi að klifra upp í predikunarstólinn, útbrunnar eldspýtur á altari kirkjunnar og niðurbrunnin kerti. Rusl á gólfi, óhreinindi eftir skítuga skó og önnur slæm ummerki mannaferða. Aðkoman var vissulega ljót. Magnús sem jafnan ber hag kirkjunnar fyrir brjósti varð eðlilega bylt við slíka aðkoma og var kirkjunni snarlega læst og hefur hún verið læst síðan.

Það er slæmt að þurfa læsa Guðshúsi fyrir einn villuráfandi sauð þó erlendur sé en nú er unnið að úrbótum svo slíkt komi ekki fyrir aftur. Komið verður upp tímastilltu dyralokununarkerfi sem mun loka kirkjunni að kvöldi og opna aftur að morgni, verðmætum kirkjunnar verður komið fyrir í öryggisskáp og brunavarnir kirkjunnar efldar til muna. Leitað verður eftir aðstoð allra Flateyinga og velunnara Flateyjarkirkju um að hafa augun opin ef það verður vart við eitthvað óvenjulegt í umgengni í kirkjunni og tilkynna slík strax í síma til Magnúsar í Krákuvör sími; 896-1451 eða í Krákurvör sími; 438-1451. Það er von okkar sem önnumst daglegan rekstur kirkjunnar að þessar aðgerðir verði til þess að kirkjan geti verið opin meiri hluta dags og umgengni verði til fyrirmyndar eins og hún hefur ætíð verið.”


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053