Því var haldið fram í frétt hér fyrir ári að væntanlegir forsetaframbjóðendur þyrftu að hafa svalir á húsum sínum til að geta tekið þar á móti fagnaðarlátum fyglismanna eftir að hafa náð kjöri.
Kristján Eldjárn veifaði til fjöldans af svölum, Vigdís, Ólafur Ragnar og meira að segja Ásgeir Ásgeirsson var með svalir heima hjá sér.
Eins og sjá má á mynd þá eru svalir á húsinu sem Guðni Th. býr í á Seltjarnarnesi. Líklega er Andri Snær með svalir á raðhúsi sínu í Vogahverfinu en Halla Tómasar og Davíð Oddsson bara með pall því þau búa í einbýlishúsum á einni hæð.