Viðar Guðjohnsen hafði í nógu að snúast við að þrífa hús foreldra sinna eftir að eggjum var kastað í það en foreldrar Viðars höfðu fest skilti utan á húsið þar sem fólk var hvatt til að kjósa Davíð Oddsson í forsetakosningunum.
“Spellvirki, skoðanakúgun og ofbeldi á aldrei að líðast. Fyrir það eitt að aldraðir foreldrar mínir styðja Davíð Oddsson og eru með skilti þess efnis var hús þeirra eggjað. Ég skora á þessar vesælu sálir að biðja foreldra mína afsökunar,” segir Viðar Guðjohnsen sem þurfti þrýstivatnsdælu til að þrífa eggjasletturnar af húsi foreldra sinna.