Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

MAMMA BJARGAÐI MANNSLÍFI

$
0
0

Atli Már Gylfason, einn viðbragðsbesti blaðamaður landsins, er á faraldsfæti og það er alltaf eitthvað að gerast þar sem hann fer:

Við fjölskyldan vorum að koma af veitingastað hér í Trier sem er ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Íris, móðir mín, bjargaði mannslífi í kvöld.

Kvöldið byrjaði reyndar ekkert allt of vel.

Þjónninn á veitingastaðnum byrjaði á því að hella yfir mig heilli kók, takk fyrir. Ég hélt að það gæti ekki mikið meira gerst þetta kvöldið en jú. Stuttu eftir að þessi steik, sem sést á meðfylgjandi mynd, kom á borðið þá varð uppi fótur og fit á borðinu við hliðina á okkur. Þar sátu eldri hjón ásamt yngra pari.

Unga konan byrjaði öll að bólgna í framan og upp stóð eldri maðurinn sem fór að taka púls á henni. Maður ungu konunnar hleypur fram í átt að eldhúsinu og kemur tilbaka með yfirþjóninn sem var í áfalli.

Við sáum fljótt að þarna var unga konan að fá slæm ofnæmisviðbrögð, hún virtist vera með bráðaofnæmi fyrir einhverju í matnum. Við heyrðum eldri manninn spyrja yfirþjóninn hvort það væri adrenalínpenni á staðnum. Svo var ekki. En hver lumaði á adrenalínpenna til þess að bjarga ungu konunni sem var á þessum tímapunkti komin í andnauð? Íris Jónsdóttir þakka þér fyrir.

Jón Þór kenndi eldri manninum á adrenalínpennann sem var með íslenskum leiðbeiningum og stuttu seinna fékk hún adrenalín beint í lærið. Það varð til þess að hún gat gengið með stuðning upp í sjúkrabíl sem kom og sótti hana stuttu seinna. Foreldrar konunnar þökkuðu okkur kærlega fyrir:

„Ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef þið hefðuð ekki verið að borða á sama tíma og við.“

Hér sit ég klístraður með kókslettur á bakinu en samt sáttur – spagettífjölskyldan í Ásgarðinum fékk steik og bjargaði mannslífi. Það hlýtur að vera gott kvöld. Nú sitjum við saman hér og minnumst Jóns frænda og ömmu Möggu – þau elskuðu Trier. Við erum líka ástfangin af þessum stað


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053