Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi, er með sunudagshugvekjuna á hreinu:
—
Fimmti ísbjörninn sem sækir Ísland heim var drepinn í morgun. Nefnd á vegum umhverfisráðherra sem skipuð var 2008 til að bregðast við hugsanlegri landtöku ísbjarna komst að þeirri niðurstöðu að auk öryggissjónarmiða og kostnaðar við björgunaðgerðir þyldi austur-grænlenski stofninn sem þessir birnir tilheyra að nokkur dýr væru felld.
Einhverntíma á ofangreint sjónarmið (ekki síst það síðastnefnda) eftir að sæta harðri gagnrýni. Þrælahald þótti einu sinni í lagi og mannréttindi voru lengi vel álitin siðferðileg viðmið en skör neðar en “alvöru” lög. Njóta dýrin ekki réttar til lífs af því að þau eru mállaus og með lægri greindarvísitölu en þá sem mennirnir nota?