DV greinir frá því að stórmyndin Wolf Of Wall Street hafi verið fjármögnuð með peningaþvætti og saksóknari ytra krefji framleiðendur myndarinnar um milljarða.
Af því tilefni er við hæfi að endurbirta hér viðtal við íslenskan fyrrum verðbréfasala á Wall Street sem tekið var eftir að hann hafði horft á myndina í Reykjavík fyrir nokkrum árum:
—
“Ef eitthvað er þá finnst mér ástandið þarna á Wall Street aðeins tónað niður í myndinni miðað við raunveruleikann,” segir Guðmundur Franklín Jónsson, fyrsti íslenski verðbréfamiðlarinn á Wall Street, sem fór að sjá Leonardo DeCaprio í The Wolf Of Wall Street í gærkvöldi.
Í myndinni eru eiturlyfja – og kynlífssenur sem telja má óþekktar á venjulegum vinnustöðum.
“Ég sá þetta allt á Wall Street og meira til. Þarna í myndinni kannast ég við margar týpur; leikstjórinn nær þessu vel.”
Guðmundur Franklín hló stundum í dimmum bíósalnum á meðan aðrir þögðu. Og öfugt.
“Ég var á annan áratug á Wall Street og það var nóg.”