Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

BORGARSTJÓRI SVARAR FJÁRFESTI FULLUM HÁLSI

$
0
0

Borgarstjóri stefnir að mikilli fjölgun bekkja í Reykjavík svo útivistarfólk geti tyllt sér niður hér og þar.

Hallbjörn Karlsson fjárfestir gerir athugasemd við þetta og birtir mynd af tveimur bekkjum á horni Bústaðavegar og Grensásvegar sem hann segir hreinan óþarfa og enga nota. En Dagur B. Eggertsson er á öðru máli:

“Mér er ljúft og skylt að reyna að útskýra hvað borginni gengur til. Borgarbúar mega nefnilega eiga von á því að sjá bekkjum fjölga verulega á næstu árum, um allt borgarlandið. Það er meðal annars ávöxtur af rýni á því hvar vantar bekki, fyrir þá sem eru fótalúnir eða fótafúnir, en auðvitað líka okkur öll. Aðgerðirnar fylgja m.a. í kjölfar tillagna um heilsueflingu eldri borgara sem leidd var af Ellert B. Schram fyrrv forseta ÍSÍ með þátttöku Félags eldri borgara og ýmissa sérfræðinga. Þetta hefur líka verið skoðað í hverfisskipulagi og í samstarfi við eldri borgara sem lið í því að gera Reykjavík að aldursvænni borg. Það verkefni byggir á hugmyndafræði og áherslum sem lagðar hafa verið af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni og er bæði mikilvægt og frábært. Þarna haldast í hendur áherslur á heilsuborgina, að gera borgina gönguvænni og að tryggja aðgengi og útivist fyrir alla. Bekkirnir verða án efa mismikið notaðir, ekki síst fyrsta kastið, þegar við erum að átta okkur á því að auknir möguleikar til að njóta útivistar og að fólk sem áður hefur ekki treyst sér til að ganga langa leið á vísan hvíldar og áningastað á leið sinni, út í búð, í sund, félagsstarf eða bara út í góða loftið. P.s. fyrstu útivistarstígunum, göngu- og hjólastígunum í borginni var víst líka tekið svona, enda voru þeir sem stunda útivist og ganga-, að ekki sé talað um hjólreiðar álitnir sérvitringar og furðufólk. “Aldrei séð neinn þarna. Það notar þetta enginn.”


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053