Borgarstjóri stefnir að mikilli fjölgun bekkja í Reykjavík svo útivistarfólk geti tyllt sér niður hér og þar.
Hallbjörn Karlsson fjárfestir gerir athugasemd við þetta og birtir mynd af tveimur bekkjum á horni Bústaðavegar og Grensásvegar sem hann segir hreinan óþarfa og enga nota. En Dagur B. Eggertsson er á öðru máli:
“Mér er ljúft og skylt að reyna að útskýra hvað borginni gengur til. Borgarbúar mega nefnilega eiga von á því að sjá bekkjum fjölga verulega á næstu árum, um allt borgarlandið. Það er meðal annars ávöxtur af rýni á því hvar vantar bekki, fyrir þá sem eru fótalúnir eða fótafúnir, en auðvitað líka okkur öll. Aðgerðirnar fylgja m.a. í kjölfar tillagna um heilsueflingu eldri borgara sem leidd var af Ellert B. Schram fyrrv forseta ÍSÍ með þátttöku Félags eldri borgara og ýmissa sérfræðinga. Þetta hefur líka verið skoðað í hverfisskipulagi og í samstarfi við eldri borgara sem lið í því að gera Reykjavík að aldursvænni borg. Það verkefni byggir á hugmyndafræði og áherslum sem lagðar hafa verið af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni