Sigurður G. Tómasson, ástsæll útvarpsmaður um áratugaskeið, situr í friðsæld á heimili sínu í Mosó og sendir frá sér skemmtisögur af ýmsum toga almenningi til ánægju.
Ein fjallar um annan vinsælan útvarpsmann, Sigga Hlö, og er svona:
Sonarsonur minn, fyrsta barnabarnið fékk nafnið Árni Eldjárn á dögunum. Í nafngiftarveislunni hér á Sveinseyri ræddum við saman afarnir, Sigurður og Hlöðver. Okkur leist vel á nafnið, þótt auðvitað hefði okkur þótt eðlilegt að líta til okkara afanna. Sigurður Hlöðver. Siggi Hlö? Æ nei.