Uppi varð fótur og fit á skipulagsfundi hjá undirbúningsnefnd vegna innsetningar nýs forseta Íslands þegar eftirfarandi spurningu var varpað fram:
“Hvað á að gera við Vigdísi?”
Engin hafði leitt hugann að þessu enda aldrei fyrr komið upp sú staða að tveir fyrrum forsetar væru á lífi þegar nýr tæki við. Fráfarandi forseti gengur við hlið þess nýja til kirkju og svo inn í þinghús – Ólafur Ragnar og Guðni Th.
En hvað með Vigdísi? Hvar á hún að vera í skrúðgöngunni?
Nefndarmönnum var brugðið en niðurstaðan varð sú að Vigdísi gengi með öðrum boðsgestum enda svaraði hún því til þegar hún var spurð:
“Ég gerði aldrei ráð fyrir að gegna neinu hlutverki í þessu.”