Í síðustu viku varð Sverrir Einar Eiríksson einn þekktasti pizzusali landsins eftir uppákomu í Gömlu smiðjunni í Lækjargötu sem hann keypti nýverið en Gamla smiðjan er ekki bara í Lækjargötu – hún er líka í Þrastalundi í Grímsnesi sem Sverrir hefur umbreytt í eitt flottasta veitingahús landsins.
Þarna hefur flestu verið breytt frá því áður; pizzurnar snarka í eldofninum, rjómaísinn rennur úr vélunum, grænmeti úr sveitinni í stöflum auk matvöru sem sumarhúsafólkið í Grimsnesi tekur fagnandi.
Næsti áfangi er svo að byggja hótel á staðnum, tvær hótelálmur út frá núverandi byggingu og tvö önnur frístandandi hús í kjarrinu bakatil sem einnig verða hótel.