Að gefnu tilefni hefur verið rætt um að hætta að veita áfengi í veislum á vegum Framsóknarflokksins og endurvekja þar með þann sið sem Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra flokksins 1974-78, tók upp á sínum tíma en Vilhjálmur bauð aðeins upp á appelsínusafa og vatn í ráðherraveislum sínum og mæltist það vel fyrir.
↧