Ólafur Eggertsson og Anna Antoníusdóttir voru með kýr og kindur í Berunesi við Berufjörð og hann kenndi líka í skólanum eins og tíðkaðist.
Svo var skipt um gír, veitingahús byggt við gamla bæinn, fjósinu breytt í hótel og nú er alltaf fullt af ferðamönnum í Berunesi – pláss fyrir næstum 70 gesti.
“Þetta gengur bara ágætlega,” segir Ólafur og hefur vart undan að tékka gesti inn á meðan Anna framreiðir aspassúpu eins og þær gerast bestar í París enda uppskriftin frá syni þeirra í Reykjavík sem er einn besti kokkurinn í bænum.
“Ég átti aspas inn í skáp og hringdi í soninn og hann sagði mér hvernig best væri að gera þetta,” segir Anna ogútlendingarnir klappa fyrir súpunni.
Það er af sem áður var í Berufirði. Sjá hér!