“Hér er gott að vera,” segja Egilsstaðabúar og gestir þeirra í nyja gufubaðinu í sundlaug staðarins sem er eins og risastór bjórtunna.
Um er að ræða norska framleiðslu sem kemur í pakka líkt og hjá Ikea og svo er bara að raða saman og skrúfa.
“Þetta er til ýmsum stærðum og nokkuð um að fólk sé með minni gerðina heima í garðinum hjá sér,” segir baðvörðurinn og bætir við að þetta sé alls ekki dýrt.
“Gufutunnan kostaði bara 1,8 milljónir með ofni og öllu.”